Persónuverndarstefna 220 Tattoo & Piercing
Vefverslun þessi er í eigu Hrævareldur slf., sem er rekstur utan um húðgötun og sölu skarts og umhirðuvara á 220 Tattoo & Piercing, Bæjarhrauni 24, Hafnarfirði. Hrævareldur slf. meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Hrævareldur slf. safnar ekki né vinnur persónuupplýsingar nema með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti og gætir þess jafnframt að öll meðferð þeirra sé í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga.
Að því leyti sem þessum skilmálum sleppir gilda viðeigandi lög og reglur hverju sinni.
Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar t.d. vegna fyrirspurna, pantana eða póstlista, þar sem viðskiptavinur þarf að skrá nafn sitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Hrævareldur slf. sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.
Hrævareldur slf. safnar ekki greiðslukortaupplýsingum viðskiptavina sinna. Þær greiðslur sem greiddar eru með kortagreiðslum í verslun eða á vefsíðu okkar, fara beint í gegnum örugga greiðslugátt.
Vinnsla gagna fer fram svo lengi sem notandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef notandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til okkar í tölvupósti á piercingiceland@gmail.com
VAFRAKÖKUR (e. cookies)
"Cookies“ eða vafrakökur eru upplýsingar sem vefforrit neytanda geymir í tölvu hans að beiðni netþjóna. Hrævareldur slf. notar þessar upplýsingar til að vita hversu oft neytandi heimsækir vefsíðuna, vefverslunina, hvað neytandi setur í körfuna sína, hvernig fyrri pantanir neytanda voru og til að kynna neytanda fyrir vörum sem geta vakið áhuga.
Vafrakökurnar eru hannaðar til að þjóna þörfum neytanda og notar Hrævareldur slf. vefkökur aðallega til að gera vefsíðuna og vefverslunina ánægjulegri í notkun fyrir neytandann.
Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við vafrakökum en hægt er að stilla þá þannig að neytandi þurfi að samþykkja hvert tilvik. Enda þótt neytandi kýs að leyfa ekki vafrakökur getur neytandi samt sem áður notað flest alla hluta vefsíðu Silfur hár og förðun ehf, þar á meðal verslunarkerfið.
Með því að nota vefverslun okkar samþykkir neytandi að Hrævareldur slf. safni upplýsingum sjálfkrafa með vafrakökum.
Nánari upplýsingar varðandi eyðingu eða stjórn á vafrakökum er að finna á http://www.aboutcookies.org.uk/. Möguleikar neytanda á notkun vefsíðu Hrævareldur slf. gætu takmarkast við slíkar breytingar.
Hrævareldur slf. notast einnig við samfélagsmiðlana Instagram & Facebook og við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér vafrakökustefnu þeirra, sjá hér:
Instagram : https://privacycenter.instagram.com/policies/cookies/
Meta / Facebook : https://www.facebook.com/privacy/policies/cookies/